■ SIM-kortið og rafhlaðan sett í símann
Öll SIM-kort skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins. Þetta getur verið
þjónustuveitan, símafyrirtækið eða annar söluaðili.
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
Ath.: Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið og önnur tæki áður en fram- og bakhlið eru fjarlægðar.
Forðast skal að snerta rafræna íhluti þegar verið er að skipta um fram- og bakhliðar. Alltaf skal geyma og nota
tækið með áföstum fram- og bakhliðum.
1. Fram- og bakhliðar eru fjarlægðar með því að styðja á bakhliðina og renna henni að neðri hluta símans (1).
2. Rafhlaðan er fjarlægð með því að lyfta henni eins og sýnt er á myndinni (2).
3. SIM-kortsfestingin er losuð með því að toga varlega í hana og opna hana svo (3).
4. SIM-kortið er sett í símann þannig að skáhornið vísi upp og til hægri og gyllti snertiflöturinn vísi niður (4).
Loka skal SIM-kortsfestingunni og ýta henni á sinn stað (5).
5. Rafhlaðan er sett í rafhlöðufestinguna (6).
6. Bakhlið símans er sett aftur á hann og rennt upp. Bakhliðinni er síðan ýtt alveg að efri hluta símans til að
læsa henni (7).
11
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved
.