Tölvupóstforrit
Tölvupóstforritið (sérþjónusta) gerir kleift að opna samhæfðan tölvupóstreikning í símanum. Stofna þarf
tölvupóstreikning og tilskyldar stillingar áður en hægt er að senda og taka á móti tölvupósti.
Samhæfingarstillingar gætu borist sem stillingarskilaboð.
Til að skrifa og senda tölvupóst skal velja
Valm.
>
Skilaboð
>
Tölvupóstur
>
Skrifa nýjan póst
. Ef fleiri en einn
tölvupóstreikningur er skilgreindur þarf að velja þann reikning sem senda á tölvupóst frá. Til að tengja skjal við
tölvupóstinn er valið
Valkost.
>
Hengja við skrá
og skjalið er valið í
Gallerí
. Þegar lokið er við tölvupóst skal
velja
Senda
>
Senda núna
.
Til að hlaða niður sendum tölvupóstskilaboðum skal velja
Valm.
>
Skilaboð
>
Tölvupóstur
>
Sækja nýjan póst
og réttan reikning, en fyrst er eingöngu fyrirsögnum hlaðið niður. Til að hlaða niður fullbúnum
tölvupóstskilaboðum er valið
Til baka
>
Innhólf
og réttan reikning, nýju skilaboðin valin og síðan
Sækja
.
Mikilvægt: Fara skal með gát þegar skilaboð eru opnuð. Tölvupóstskilaboð geta innihaldið skaðlegan hugbúnað
eða skaðað tölvuna eða tækið á einhvern annan hátt.
Símtækið vistar tölvupóst sem sóttur var af tölvupóstreikningi í möppunni
Innhólf
, en aðrar möppur eru líklega:
Drög
fyrir vistun ókláraðra tölvupóstskeyta,
Geymsla
fyrir skipulag og vistun tölvupóstskeyta,
Úthólf
fyrir vistun
á tölvupósti sem ekki hefur verið sendur og
Sendir hlutir
fyrir vistun sendra tölvupóstskeyta. Til að stýra
tölvupóstmöppum og innihaldið þeirra er valið
Valkost.
til að skoða tiltæka kosti hverrar möppu.